19.11.2007 | 09:53
Verkefni á haustönn.
Verkefnin sem við gerðum á haustönn 2007 voru alveg frábær sko, fyrst gerðum við bloggsíðu sem við blogguðum inná (einmitt þessi síða:P) og gerðum nokkur blogg. En fyrsta Word verkefnið var einhverskonar orðabók á fjórum tungumálum. Ég fékk 9 í einkunn fyrir það og gekk það verkefni bara ágætlega að mínu mati. Verkefni númer tvö var sönglagabók sem ég var soldið seinn í að skila en ég skilaði samt og fékk einhverja einkunn fyrir og þriðja verkefnið var ég að láta inná bloggið mitt en það er verkefnið um Bart Simpsons. En það sem mætti bæta var að þetta mætti kannski vera aðeins frjálslegra svona, ráða hvað við mættum gera þótt það var eiginlega þannig. Kannski eins og ráða hvort við mættum gera laglista og segja svona um lögin og svona eða bara skrifa það sem við viljum. En annars er þetta rosalega skemmtilegur tími og hlakkar mér mikið til í að fara í næsta UTN áfanga.
http://youtube.com/watch?v=eBGIQ7ZuuiU&feature=related
þetta hérna er uppáhaldslagið mitt og endilega hlusta á það allt. Takk fyrir mig.
Bloggar | Breytt 26.11.2007 kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 09:37
Bart Simpsons
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 11:30
Sniðugt haustfrí?
Haustfrí
Sko sniðugt haustfrí væri að læra mikið og reyna að gera eitthvað í staðinn fyrir að sofa, ég ætla reyndar að sofa mig í klessu og njóta þess til fullnustu. En annars er hægt að ferðast út á land og kíkja í sumarbústað eða bara skoða náttúruna, einnig er hægt að eyða tíma með fjölskyldunni og specca kannski 3 bíó eða út að borða. Hvernig væri að gera það í staðinn fyrir að vaka frameftir öllu og sofa síðan út alveg til hádegis, hvernig væri það? Fara síðan í göngu um kvöldið og labba í Öskjuhlíðinni eða út á Seltjarnarnes, það væri gaman með fjölskyldunni eða einhverri stelpu/strák.
En planið mitt í þessu haustfríi er...?
Ég klára skólann í dag, fer til Bjarka sem er í bloggvinum hérna og spila Resinstance: Fall of Man og svo fer ég í keilu seinna í kvöld sem er svona skólaskemmtun. Síðan vakna ég bara á morgun og læri vonandi og hjálpa svo mömmu, fer í ræktina og síðan að hitta vini mína sem eru einnig í fríi. Ætli ég geri það ekki bara sama á föstudaginn og chilla svo bara heima, kíki kannski í eitthvað partý ef einhver er svo góður að halda eitt stykki þannig, það yrði alveg nett mikið stuð. Gaman að fara í svona haustfrí og njóta sín í miðri viku. Síðan væri þetta bara svona venjuleg helgi hjá mér, fer í ræktina, hitti vini, hjálpa til heima við, borða mig saddan af einhverju jukki sem ég á til :P og síðan bara sef ég á sunnudeginum. Geðveikt haustfrí og endilega koma með annað svona frí í miðri viku, það væri geðveikt flott og afslappandi. En ég kveð núna í bili kv. Smábert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 11:23
Lausnir á pirringum!
Sko! lausnirnar á þessum pirringsvandamálum sem ég er með er bara að segja já okay flott hjá þér eða ekki taka mark á þessu sem sagt er við mig því fljótlega er þetta bara búið og fólkið er vonandi farið! Svo er það maturinn. Hvernig væri að hanna mat í pilluformi...það er einfaldlega mun hentugra. Hafa kannski einn ostborgara með frönskum og kók í einni pillu. Hugsa um þetta og njóta þessarra speki því önnur svona mun ekki koma!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 11:42
Bloggið!!!!!!!!!
Góðan daginn/kvöldið...Róbert heiti ég og er nemandi í Fjölbrautarskólanum við Ármúla. Hérna koma nokkrir punktar um mig.
- Ég er rólegur strákur sem verður sjaldan reiður eða pirraður.
- Það sem pirrar mig í þau fáu skipti er þegar einhver endurtekur sama hlutinn oft.
- Þegar einhver vinnur mig í einhverju og fangar of mikið þannig að það fari útí öfgar.
Hérna eru svo nokkrir punktar um hvað ætti að vera til í heiminum.
- Fljúgandi bílar.
- Matur í pilluformi.
- Klónunarvél?
- Vélmenni sem vinna fyrir mann.
- Og fullt af öðru drasli sem kemur vonandi fljótlega.
Og að lokum afhverju er ekki boðið uppá...
- Endalausann pening?
- Nógan mat fyrir alla?
- Nóg af afþreyingu?
- Nóg af hvíld?
En ég segi takk fyrir núna...bless bless?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði